top of page
unnamed-3.png
ÍSLAND ÓSNORTIÐ
 -HÁLENDI FJALLABAKS-
Við bjóðum upp á fjölmargar dagsferðir inn á hálendi Friðlands að Fjallabaki. Við verjum mestum tíma okkar í umhverfi eldfjallsins Heklu sem er einstakt dæmi um hvað íslensk náttúra hefur upp á að bjóða. Sumir mikilfenglegustu fossar í kringum þetta svæði verða heimsóttir. Í umhverfi eldfjalla, hraungíga og svartra sanda að þá ferðumst við í gegnum þetta einstaka tungllæga umhverfi, yfir jökulár, í gegnum margskonar hraun frá fyrri eldgosum, með útsýni yfir jökla, stöðuvötn og líparít fjöll í öllum regnbogans litum. Friðland Fjallbaks er undraverð og ósnortin náttúruperla sem umlykur eitt okkar alræmdasta og virkasta eldfjall Íslands. Í umhverfi Heklu fáum við að njóta útiverunnar og sjá náttúruna í öllu sínu veldi og það allt á einum degi.
Allar dagsferðir okkar eru farnar með ósnortna og óspillta náttúru í huga. Ferðirnar eru sambland af akstri og gönguferðum með einstaka stoppum eftir beiðnum og sérstökum áhugamálum. Við viljum geta dekrað við skiptavini okkar með óspilltri náttúru Íslands. : Mögulegir áfangastaðir; HáifossHeklaRauðaskál, Krakatindur, KrakatindsleiðValagjáDómadalur, Landmannaleið, LjótipollurLandmannalaugar, Eldgjá og fleiri ónefndar náttúruperlur.

Tímalengd 9-11 klukkustundir

Innifalið í ferðinni:

-Viðskiptavinur sóttur frá 8: 00-8: 30.

-Akstur á  sérútbúnum 4x4 ofurjeppum eða álíka.

-Faglærður leiðsögumaður og leiðsögn.

-Stuttar gönguferðir

-Viðskiptavini skilað frá 17-19.

Tímabil: Júní-Október

Hópastærð: 2-20 manns.

Flestar ferðirnar okkar eru sérsniðnar fyrir viðskiptavini okkar og verð getur því verið mismunandi eftir eftirspurn og ferðalýsingu. Fyrir brottfarir, verð, bókanir og aðrar fyrirspurnir vinsamlega hafið samband við info@icelanduntouched.com

1
daGUR

​Dómadalur

Landmannalaugar

Friðland að Fjallabaki

-ÍSLAND ÓSNORTIÐ-
-HIN FULLKOMNA HÁLENDISFERÐ-

Þessi 4 daga ferð um ósnortið hálendi íslands er alger draumur fyrir alla náttúruunnendur og algjör skylduferð fyrir alla áhugaljósmyndara. Ljósmyndari eða ekki, að þá er hálendi í Friðlandi að Fjallabaki án efa eitt fallegasta náttúrufriðland sem hægt er að heimsækja á Íslandi og einstakt tækifæri til þess að njóta og upplifa ósnortna náttúru og það af alfaraleið. 

Við munum heimsækja og upplifa óspilltar náttúruperlur eins og fossa, jökla, eldfjöll, hraungíga, jökulár, eldstöðvar, hálendis eyðimerkur og svartar strandlengjur, hrauna- og hverasvæði og margt margt fleira.

 

Dagur 1. -Eldfjöll og fossar

Við byrjum snemma morguns í Reykjavíkurborg. Við keyrum út úr höfuðborginni og höldum í austurátt meðfram hinum forna hafsbotni Íslands eða suðurströndinni eins og við þekkjum hana. Við verjum litlum tíma á þjóðvegi 1, þar sem við munum keyra inn í land og í átt að hinum stórkostlega Háafossi sem telur heila 122m. Við viljum njóta hans til hins ítrasta og í góðu veðri er sérstaklega mælt með stuttri göngu í því nærumhverfi. Næsti áfangastaður er Rauðaskál sem liggur í rótum eldfjallsins Heklu. Þetta væri seinni kosturinn fyrir stutta gönguferð. Meðan þú stendur á jaðri Rauðuskálar má sjá mismunandi hraunlög frá hinum fjölmörgu eldgosum Heklu og á fullkomnum degi má sjá allt til Langjökuls. Eftir góðan hádegismat verjum við restinni af deginum í að heimsækja fossa eins og Seljalandsfoss, Gljúfrabúa og Skógafoss. Svartasands Reynisfjara er næst á dagskrá þar sem hægt er að ganga meðfram ströndinni með útsýni yfir Norður-Atlantshafi. Ef þörf krefur munum við stoppa stutt í Vík í Mýrdal, áður en við förum á hið huggulega gistiheimili Hrífunes. Til þess að fullkomna fyrsta daginn munum við borða saman hágæða heimatilbúinn kvöldmat af bestu gerð í fallegu umhverfi.

Dagur 2-Lakagígaleiðangur

Eftir mjög notalegan morgunverð keyrum við uppá hálendið í átt að Lakagígum. Með nesti í farteskinu keyrum við langt inn á hálendið og heimsækjum Móbergsfjallið Laka, sem er hluti af 25 km langri gosprungu og gígaröð sem kallast Lakagígar, sem mynduðust í Skaftáreldum á árunum 1783-1784. Lakagígar er vitneskja um eitt stærsta eldgos í sögu Íslands. Í kjölfarið fylgdu móðurharðindin og um ókomin ár hafði gosaskan einnig áhrif á heiminn allan og olli miklum uppskerubrest um gervalla Evrópu og stundum sögð vera ein helsta ástæðan fyrir frönsku byltingunni. Við borðum hádegismat uppá hálendi og njótum dagsins umvafin þessu einstaka náttúruundri. Í lok dags höldum við aftur til Hrífunes.

Dagur 3 - Friðland að Fjallabaki

Við leggjum af stað frá Hrífunesi eftir innihaldsríkan morgunmat með nestispakka í för. Fyrsti áfangastaðurinn er Eldgjá. Það er gríðarstór eldgossprunga aðgengileg fótgangandi sem hefur að geyma hin undurfagra Ófærufoss sem rennur niður í Eldgjánna um fornar hraunmyndanir frá byrjun landnáms. Þegar við yfirgefum Eldgjánna keyrum við um Álftavatnskrók og sjáum Mælifell og Mælifellssand sem eru ein helstu kennileitum ferðarinnar. Eftir gott nesti úti í ósnortinni náttúru Fjallabaks höldum við áfram för okkar, ferðumst yfir kraftmiklar jökulár, í gegnum hálendiseyðimerkur með útsýni yfir litrík fjöll, jökla og náttúrufegurð engu líkt. Í lok dags keyrum við eftir Fjallabaksleið í átt að suðurströnd Íslands. Við eyðum seinustu nóttinni í Hrífunesi og borðum úrvals kvöldmat saman í góðu föruneyti.

Dagur 4. Seltún-Kleifarvatn

Á síðasta degi okkar munum keyrum við meðfram strandlengju Íslands og stoppum í litlum sjávarþorpum á leiðinni aftur í siðmenninguna. Um hádegi verðum við á svæðinu við Atlantshafshrygginn, umkringd hverasvæðum og líparítfjöllum í Seltúni. Á leiðinni aftur til höfuðborgarinnar stoppum við hjá Kleifarvatni. Við ættum að vera komin aftur til Reykjavíkur um eftirmiðdag.

Innifalið í ferðinni:

-Viðskiptavinur sóttur milli 8: 00-8: 30.

-Gisting í 3 nætur með morgunverði á hótelum/gistiheimilum meðan á ferðinni stendur.

-Akstur á  sérútbúnum 4x4 ofurjeppum eða álíka.

-Faglærður leiðsögumaður og leiðsögn.

-Stuttar gönguferðir

-Viðskiptavini skilað frá 16-17 í lok ferðar

Tímabil: Júní-Október

Brottfarir:

21.6-24.6.2020-uppselt

25.6.-28.6.2020-

2.7.-5.7.2020-uppselt

eða eftir samkomulagi

Verð:

152500 ISK miðað við 4 saman í bíl og 2 saman í herbergi 

129000 ISK miðað við 6 saman í bíl og 2 samaní herbergi

112500 ISK miðað við 8 saman í bíl og 2 saman í herbergi.

Hópastærð: 4-8 manns.

Athugið: Fyrir einn í herbergi er greitt aukalega.

Vinsamlegast takið með ykkur hlý og vatnsheld föt og góða gönguskó

4 daga Ísland ósnert hálendisferðin er einnig fáanleg með fyrstu nóttinni í gistiheimilinu í Hrífunesi, síðan fyrir næstu nætur í fjallaskálum yfir nótt í svefnpokaplássi með kvöldverði á fjöllum.

Hópstærð: 2-20 manns.

 

Flestar ferðirnar okkar eru sérsniðnar fyrir viðskiptavini okkar og verð getur því verið mismunandi eftir eftirspurn og ferðalýsingu. Fyrir brottfarir, verð, bókunir og aðrar fyrirspurnir vinsamlega hafið samband við info@icelanduntouched.com

ALLAR FERÐIR OKKAR ERU UNNAR Í SÉRSTÖKU SAMSTARFI MEÐ FERÐASKRIFSTOFUNNI FJALLABAK EHF SEM HAFA MEIRA ENN 30ÁRA REYNSLU OG SÉRHÆFT SIG SÉRSTAKLEGA Í GÖNGUFERÐUM UM FRIÐLAND AÐ FJALLABAKI

4
daGAR

Friðland að Fjallabaki

Rauða Skál

Reynisfjara

Lakagígar

Landmannaleið

​Háifoss

Seltún

  • Black Facebook Icon
  • Black Instagram Icon
bottom of page